Kristófer Sigvaldi Snæbjörnsson Elsku afi.

Það er svo margt sem mig langar til að segja en einhvernveginn skortir mig orð. Ég veit bara að ég sakna þín meira en þú getur ímyndað þér. Aldrei datt mér í hug að ég þyrfti að kveðja þig strax en svona er víst lífið og verð ég líklegast að sætta mig við það. Þó þú sért ekki lengur til staðar þá á ég alltaf minninguna um þig, hún verður aldrei tekin frá mér, hún lifir í hjartanu mínu og eflist hverja stund því þú verður alltaf hjá mér, það er alveg sama hvar ég verð.

Elsku afi, takk fyrir allt, takk fyrir að hafa verið til, takk fyrir að hafa verið afi minn, því betri afa var ekki hægt að finna. Ég mun alltaf elska þig og þú munt alltaf verða hluti af mér.

Elsku amma, megi Guð vera með þér.

Þín

Svanhildur.