KRISTÓFER SIGVALDI SNÆBJöRNSSON

Kristófer Sigvaldi Snæbjörnsson fæddist í Ólafsvík 6. maí 1918. Hann lést á heimili sínu, Jökulgrunni 6 í Reykjavík, að kvöldi miðvikudagsins 1. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún María Vigfúsdóttir, húsmóðir, f. 28. nóv. 1886 í Landakoti í Staðarsveit, d. 8. maí 1923, og Snæbjörn Þorláksson, húsasmiður á Búðum, í Ólafsvík, á Hellissandi og í Reykjavík, f. 7. ágúst 1884 í Gilhaga, Áshreppi, A-Hún., d. 19. okt. 1974. Alsystkini Kristófers eru Ásthildur Gyða, f. 6. febr. 1911, d. 29. jan. 1914, Helga Ragnheiður, f. 3. júlí 1913, húsmóðir í Reykjavík, og Þorlákur, f. 23. des. 1921, fyrrverandi vitavörður á Svalvogum, nú búsettur á Þingeyri. Hálfsystkini Kristófers samfeðra eru Guðrún María, f. 2. febrúar 1933, búsett í Reykjavík, og Auðunn Sveinbjörn, f. 4. ágúst 1936, vélfræðingur í Reykjavík. Kristófer kvæntist 1946 eftirlifandi eiginkonu sinni, Svanhildi Snæbjörnsdóttur, en þau höfðu hafið sambúð nokkru fyrr. Hún fæddist 30. nóv. 1922 á Hellissandi, dóttir hjónanna Steinunnar Valgerðar Bjarnadóttur, f. 23. okt. 1894 í Keflavík, d. 17. nóv. 1925 á Hellissandi, og Snæbjarnar Einarssonar, sjómanns á Hellissandi, f. 11. des. 1893 á Hellissandi, d. 26. des. 1990. Börn þeirra eru: 1) Gunnar Már, f. 19. júlí 1944, fyrrverandi sveitarstjóri á Hellissandi, síðar skrifstofumaður í Reykjavík, kona hans var Guðrún Cyrusdóttir, en þau skildu, þau eiga þrjú börn. Sambýliskona hans er Auður Jónsdóttir. 2) Steinunn Jóna, f. 16. júlí 1945, húsmóðir og starfsmaður Pósts- og síma í Reykjavík, maður hennar er Lúðvík Lúðvíksson, trésmiður og slökkviliðsmaður, og eiga þau fjögur börn. 3) Sigurjón, f. 21. mars 1947, bifreiðarstjóri á Hellissandi, kona hans er Sigurlaug Hauksdóttir, húsmóðir, og eiga þau tvær dætur. 4) Snæbjörn, f. 5. apríl 1950, verktaki á Snæfellsnesi, kona hans er Kristín Sigurbjörg Karlsdóttir og eiga þau einn son. 5) Svanur Kristófer, f. 29. des. 1953, bifreiðarstjóri og vélstjóri á Hellissandi, kona hans er Anna Bára Gunnarsdóttir og eiga þau þrjú börn. 6) Þröstur, f. 18. maí 1956, starfsmaður við höfnina á Rifi, kona hans er Sigurbjörg Erla Þráinsdóttir og þau eiga þrjú börn. 7) Kristinn Valur, f. 10. maí 1962, rafeindavirki í Reykjavík, kona hans er Ásdís Marísdóttir Gilsfjörð og eiga þau tvær dætur. 8) Guðmundur Örn, f. 19. nóv. 1963, d. 18. okt. 1969. Kristófer og Svanhildur áttu heima á Hellissandi til ársins 1992 er þau fluttust að Hrafnistu í Reykjavík. Kristófer stundaði lengst af bifreiðaakstur, annaðist m.a. vöruflutninga á milli Hellissands og Reykjavíkur um árabil. Einnig fékkst hann við fiskverkun. Útför Kristófers fer fram frá Ingjaldshólskirkju í dag og hefst afhöfnin klukkan 14.00.