Kristófer Sigvaldi Snæbjörnsson Elsku afi, mig langar til að segja bless við þig, og ég vildi að ég gæti spólað til baka a.m.k. um nokkur ár. Það er svo margt sem rennur um huga minn og ég vildi að þú værir hér en ég veit að þú verður ætíð hjá okkur. Ég vona að þú eigir góðar minningar um okkur, eitt er víst að ég á margar fallegar minningar um þig, sérstsaklega þykir mér vænt um þær stundir sem þú áttir með okkur í sumarbústöðum á liðnum sumrum, þú varst alltaf tilbúinn til að spila við okkur, fara með okkur að veiða og manstu þegar við bónuðum bílinn?

Þótt það sé erfitt að sætta sig við það að þú sért horfinn og að við eigum aldrei eftir að sjá þig aftur hef ég altlaf minningarnar um allar þessar stundir. Það er svo mikið sem mig langar að segja en það myndi ekki komast fyrir í þessu blaði. Ég mun alltaf elska þig, afi.

Kallið er komið,

komin er nú stundin,

vinaskilnaðar viðkvæm stund.

Vinirnir kveðja

vininn sinn látna,

er sefur hér hinn síðsta blund.

(V. Briem.) Guð geymi þig, elsku afi.

Dagný Thelma Þrastardóttir.