JÓNAS GEIR JÓNSSON

Jónas Geir Jónsson fæddist á Rifkelsstöðum í Eyjafirði 31. mars 1910. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Þingeyinga 4. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Aðalbjörg Hallgrímsdóttir, f. 1881, d. 1915, og Jón Jónasson, f. 1874, d. 1935. Eftir lát móður sinnar var hann alinn upp í Kaupangi í Eyjafirði hjá hjónunum Bergsteini Kolbeinssyni og Ingibjörgu Sölvadóttur. Systkini Jónasar voru Ólöf, f. 1900, d. 1984, Hallgrímur, f. 1902, d. 1980, Lára, f. 1905, og Aðalbjörg, f. 1915, d. 1986. Hálfsystkini, samfeðra, voru Kristín, f. 1929, Birna, f. 1930, d. 1988, Skjöldur, f. 1932, Þórhallur, f. 1933. Jónas kvæntist 9. október 1943 Friðnýju Steingrímsdóttur frá Hóli á Melrakkasléttu, f. 30. ágúst 1917, d. 10. júní 1984. Dætur þeirra eru: 1) Olga, f. 15. des. 1944, kennari, maki Heimir Daníelsson, f. 1938, trésmiður. Börn þeirra: Friðný, f. 1975, Jónas, f. 1979, og Ingi, f. 1982. 2) Gunnur, f. 27. sept. 1946, læknaritari, maki Guðjón Bjarnason, f. 1940, húsvörður. 3) Fóstursonur, Bergsteinn, f. 24. maí 1957, húsasmiður, kvæntur Jónasínu Kristjánsdóttur, f. 1955. Börn þeirra: Björg, f. 1980, og Friðgeir, f. 1985. Jónas eignaðist einnig soninn Bjarna Þór, f. 22. febr. 1940, d. 25. jan. 1990. Synir hans eru Kjartan Þór, Birgir, Geir og Baldur. Jónas var annar tveggja fyrstu nemenda Björns Jakobssonar við Íþróttaskóla Íslands á Laugarvatni 1932­1933. Hann lauk almennu kennaraprófi 1942. Frá 1933 kenndi hann jöfnum höndum bókleg fræði og íþróttir á Húsavík. Jónas Geir hlaut viðurkenningu fyrir störf sín að félags- og íþróttamálum, m.a. var hann sæmdur gullmerki ÍSÍ 1977. Útför Jónasar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30.