HAUKUR HREGGVIÐSSON
Haukur Hreggviðsson
fæddist á Vopnafirði 9. maí 1948. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi fimmtudaginn 2. október síðasliðinn. Foreldrar hans eru Hreggviður Ágústsson, f. 16.5. 1916, d. 31.1. 1951, og Guðrún B. Emilsdóttir, f. 23.10. 1928, stjúpfaðir hans er Sigurjón Friðriksson, f. 29.8. 1928, bóndi í Ytri-Hlíð, en þau Guðrún gengu í hjónaband 2.3. 1952 og ólst Haukur upp hjá þeim. Eftirlifandi systkini Hauks eru börn Guðrúnar og Sigurjóns: Friðrik, Emil, Hörður, Þórný og Erla. Einnig synir Hreggviðs: Ágúst, Hólmgeir og Þorsteinn. Haukur var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Stefanía Þorgrímsdóttir, skilin 1990. Þeirra börn eru: Ásta, gift Halldóri A. Guðmundssyni, Sigurjón Starri, sambýliskona hans Elísabet Lind Ricther, Guðrún og Hreggviður Vopni. Barnabarn Hauks, óskírð Hreggviðsdóttir, f. 15.5. 1997. Eftirlifandi eiginkona Hauks er Cathy Ann Josepson, þau gengu í hjónaband 12.8. 1995 og bjuggu í Ytri-Hlíð. Haukur lauk námi í vélvirkjun frá Iðnskóla Suðurnesja árið 1975 og starfaði við þá iðn. Útför Hauks fer fram frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Hofi.