Haukur Hreggviðsson
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Nú er hann dáinn.
Haukur föðurbróðir okkar lést á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. október síðastliðinn. Hann kvaddi á hljóðlátan hátt, en minningin um Hauk frænda verður alltaf efst í huga okkar. Hann Haukur frændi var ótrúlega stórbrotinn og mikill persónuleiki. Hann var sífellt hlæjandi og átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á málunum. Þegar öll fjölskyldan kom saman var Haukur alltaf hrókur alls fagnaðar og ljóst er að það verður aldrei hægt að fylla upp það tómarúm sem myndaðist við fráfall hans. Haukur frændi var aldrei langt undan þegar eitthvað bjátaði á eða þegar okkur vantaði ráðleggingar. Vegna þess hversu yndislegur og ógleymanlegur elsku frændi okkar var, og þó að hann sé horfinn af þeirri jörð sem við göngum á í dag mun hann aldrei hverfa úr hjarta okkar.
Þótt ég sé látinn harmið mig ekki með
tárum. Hugsið ekki um dauðann með
harmi og ótta. Ég er svo nærri að
hvert eitt ykkar tár snertir mig og
kvelur þó látinn mig haldið. En þegar
þið hlæið og syngið með glöðum hug sál mín lyftist upp í mót til ljóssins.
(Höf. ókunnugur.) Við biðjum góðan guð að vísa frænda leiðina til ástvina sinna hinum megin.
Elsku Cathy, amma, afi, Ása, Siggi, Gunna og Hreggi, megi góður guð styrkja ykkur í baráttunni við sorgina. Blessuð sé minning Hauks frænda.
Guðrún Dís, Sigursteinn, Steingrímur Páll og Sigurjón Hreiðar.