HJÖRLEIFUR

SVEINSSON

Hjörleifur Sveinsson fæddist í Selkoti undir Eyjafjöllum 23. janúar 1901. Hann lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 29. september síðastliðinn. Foreldrar Hjörleifs voru Sveinn Jónsson, f. 7. október 1874, d. 15. janúar 1920, b. í Selkoti, og kona hans Anna Valgerður Tómasdóttir, f. 11. ágúst 1871, d. 5. maí 1963. Systkini Hjörleifs; Guðrún, f. 25. ágúst 1897, d. 25. maí 1988, gift Jóni Hjörleifssyni, b. og oddvita í Skarðshlíð; Guðjón, f. 30. ágúst 1898, d. 15. maí 1968, sjómaður í Vestmannaeyjum, kvæntur Mörtu Eyjólfsdóttur; Tómas, f. 14. ágúst 1903, d. 24. apríl 1988, sjómaður í Vestmannaeyjum, kvæntur Líneyju Guðmundsdóttur; Gróa, f. 18. júlí 1906, d. 17. desember 1994, gift Gissuri Gissurarsyni, b. í Selkoti, og Sigfús, f. 24. apríl 1907, d. 18. nóvember 1993, sjómaður í Vestmannaeyjum, kvæntur Guðrúnu Gissurardóttur. Hjörleifur kvæntist 16. október 1926 Þóru Arnheiði Þorbjörnsdóttur, f. 18. október 1903, d. 6. júlí 1970. Foreldrar Þóru: Þorbjörn Eiríksson, b. í Reyðarfirði, og Friðbjörg Einarsdóttir. Börn Hjörleifs og Þóru eru: 1) Sveinn, f. 1. ágúst 1927, fyrrv. skipstjóri í Vestmannaeyjum, kvæntur Aðalheiði Pétursdóttur. 2) Anna, f. 31. mars 1929, póstvarðstjóri í Reykjavík, gift Sigmundi Lárussyni múrarameistara. 3) Friðrik Ágúst, f. 16. nóvember 1930, sendibílstjóri í Reykjavík, kvæntur Önnu Jóhönnu Oddgeirsdóttur sjúkraliða. 4) Guðbjörg Marta, f. 20. júlí 1932, fiskvinnslukona í Vestmannaeyjum, gift Agli Kristjánssyni húsasmið. 5) Hjörleifur Þór, f. 7. mars 1940, d. 8. mars 1940. Hjörleifur tók skipstjóra- og vélstjórapróf ungur að árum, var sjómaður í Vestmannaeyjum og stundaði jafnframt eigin útgerð, vann í verksmiðjunni Magna í Eyjum, starfaði í smiðjunni í Fiskiðjunni í Eyjum og var netamaður hjá syni sínum í Vestmannaeyjum. Útför Hjörleifs verður gerð frá Landakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.