Hjörleifur Sveinsson Elsku langafi.

Nú hefur þú loksins hlotið langþráða hvíld. Við vitum það mæta vel að þú varst orðinn lúinn og þreyttur eftir langa ævi, þú hafðir lifað lífinu til fulls og ert nú kominn í faðm Þóru ömmu, systkina þinna og foreldra á himnum. Þú varst alveg gull af manni, svo góður og blíður í garð allra, sama hvað var, alltaf mætti manni bros og hlýja. Ég mun ávallt minnast þeirra stunda sem við áttum með þér í Keilufellinu, þar sem þú bjóst eftir gos. Þú tókst á móti okkur opnum örmum, gafst okkur nammi uns við vorum við það að springa og kenndir okkur vísur. Mér þótti það ótrúlegt að einn maður kynni svona mikið af kvæðum. Ég minnist einnig þeirra stunda sem við áttum með þér í sumarbústað ömmu og afa, þar var nú mikið fjör og gaman, spilaður kani og félagsvist við léttan húmor og hlátrasköll. Mér þykir það mjög skrítið að þú sért ekki lengur hér og söknum við þín öll, þó svo að við vitum að þú sért í mjög góðum höndum. Ég er afar stoltur af því að vera skírð í höfuðið á svo merkum og góðum manni sem þú varst og vil ég þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við fengum að njóta með þér. Guð blessi þig og varðveiti þig, elsku afi minn.

Þín,

Hjördís Anna.