Helga Ingibjörg Helgadóttir
Okkur systkinin langar til að
minnast Dystu frænku í fáeinum orðum í þakklætisskyni fyrir umhyggju hennar og góðmennsku í okkar garð, frá því að munum eftir okkur. Þar mælum við örugglega einnig fyrir munn annarra niðja langafa okkar og langömmu, Helga Ágústssonar og Önnu Oddsdóttur á Sunnuhvoli á Selfossi, sem voru fósturforeldrar hennar.
Dysta átti engin börn sjálf en ræktaði sambandið við niðja fóstursystkina sinna af ástúð. Umhyggja hennar fyrir okkur var meiri en hægt er að búast við frá venjulegri frænku. Þetta endurspeglaðist m.a. í rausnarlegum afmælis- og jólagjöfum og gestrisni þegar hún var sótt heim. Síðustu afmælisgjöfina sendi hún 11 ára frænda sínum frá sjúkrahúsinu á Selfossi daginn áður en hún dó. Þegar annar frændi hennar, 5 ára, frétti að hún væri dáin, sagði hann að hún myndi bara biðja guð um að senda englana með gjafirnar til sín.
Nú þegar þessi broshýra og hjartahlýja frænka okkar er öll, myndast tómarúm sem fyrnist með tímanum, en eftir situr minningin um góða konu.
Helga Móeiður, Örnólfur, Garðar og Arnþór Jón.