STEPPDANSARINN Michael Flatley var lagður inn á sjúkrahús í Brisbane í Ástralíu nú á dögunum eftir að hann hné niður baksviðs á sýningu danshópsins "Lord of the Dance". Flatley, sem er bandarískur af írskum uppruna, stofnaði danshópinn eftir að hann hætti í hinum heimsþekkta Riverdance hópi vegna deilna við félaga sína og hefur gengið mjög vel með nýja hópinn.
Aðframkominn dansari

STEPPDANSARINN Michael Flatley var lagður inn á sjúkrahús í Brisbane í Ástralíu nú á dögunum eftir að hann hné niður baksviðs á sýningu danshópsins "Lord of the Dance". Flatley, sem er bandarískur af írskum uppruna, stofnaði danshópinn eftir að hann hætti í hinum heimsþekkta Riverdance hópi vegna deilna við félaga sína og hefur gengið mjög vel með nýja hópinn. Hann hafði verið á ferðalagi með danshópinn samfleytt í 18 mánuði og verið veikur þegar hann hné niður. "Lord of the Dance" hópurinn var að hefja sýningarferðlag um Ástralíu þegar atvikið átti sér stað en írski steppdansinn hefur átt vaxandi vinsældum að fagna um allan heim.