NÝLEGA voru haldnir styrktartónleikar á Vagninum á Flateyri til handa Hallbirni Hjartarsyni vegna brunans í Kántríbæ. Hallbjörn mætti í sjálfur í viðeigandi búningi og tók nokkrar af þekktustu perlum sínum með þeim tónlistarmönnum sem tróðu upp, en það voru þeir Halli Melló frá Akranesi, og Fjórir á Fati frá Bolungarvík. Fimmtudagskvöldið 13.

Styrktartónleikar

Hallbjörns á Vagninum

Flateyri. Morgunblaðið.

NÝLEGA voru haldnir styrktartónleikar á Vagninum á Flateyri til handa Hallbirni Hjartarsyni vegna brunans í Kántríbæ. Hallbjörn mætti í sjálfur í viðeigandi búningi og tók nokkrar af þekktustu perlum sínum með þeim tónlistarmönnum sem tróðu upp, en það voru þeir Halli Melló frá Akranesi, og Fjórir á Fati frá Bolungarvík.

Fimmtudagskvöldið 13. nóv hófust hinir eiginlegu styrktartónleikar til handa Hallbirni, en þá tróðu upp Vonarbræður frá Ísafirði með söng og glens. Allur aðgangseyrir rann óskiptur til Hallbjörns, og var það vegleg upphæð. Forráðamenn Vagnsins færðu þakkir þeim sem studdu við þessa tónleika, en það voru Japis, Rúnar Júlíusson með geisladiskagjafir, og Íslandsflug sem felldi niður flugfargjöld fyrir listamennina. Haldið var uppboð á árituðum geisladiski frá Hallbirni og seldist sá diskur á 7.500 kr. Sá hinn sami og keypti diskinn tilkynnti síðan að hann hygðist færa Hallbirni folald að gjöf sem hann hefði á fóðrum norður í landi.

Hallbjörn hélt stutta tölu og færði öllum sínar dýpstu þakkir fyrir, hann hefði fundið fyrir því að hann ætti vini víða um land svo um munaði. Hallbjörn bauð síðan öllum viðstöddum að koma í nýjan og stærri Kántríbæ eftir 1. maí 1998.

Morgunblaðið/Egill Egilsson HALLBJÖRN tók lagið.