ÉG Á 36 ára samfelldan tjónalausan akstur að baki. Þó var ég leigubílstjóri í 25 ár og var mikið á ferðinni og þekki þar af leiðandi umferðina í Reykjavík vel og þó að u.þ.b. 12% ökumanna fari eftir umferðareglunum er stórhætta að vera á ferðinni.
Varið ykkur á tryggingarfélögunum! Einari Sigurbergssyni: ÉG Á 36 ára samfelldan tjónalausan akstur að baki. Þó var ég leigubílstjóri í 25 ár og var mikið á ferðinni og þekki þar af leiðandi umferðina í Reykjavík vel og þó að u.þ.b. 12% ökumanna fari eftir umferðareglunum er stórhætta að vera á ferðinni. Mér finnst allt of mikið um umferðaróhöpp og oft virðast þau verða vegna kæruleysis og vegna of mikils hraða, en enginn eða fáir virðast hafa tíma til að lifa, sérstaklega ungt fólk, því er nú ver og miður. Og þá er komið að tryggingarfélögunum að bæta tjónið, því við erum víst skyldug að tryggja bílana, en því miður er oft svarið: Þú færð ekkert út úr þessu nema þú getir sannað þetta og hitt; nokkur dæmi: Steinn hrekkur undan afturhjóli á SVR leið 14, skemmdir: húddmerki brotið, rispa á húddi, skemmd í framrúðu. Svarið er því miður engar bætur nema þú getir sannað þetta, við getum látið slípa blettinn úr framrúðunni sem kostar 7.000. kr., sem var í þessu tilfelli ekki nauðsynlegt, en hitt fæst ekki bætt þótt það hefði kostað mun minna. Sem sé dýrari kosturinn valinn í óþökk eiganda, sem er afar óhress og íhugar kappakstur í næsta sinn við tjónvald og úrsögn úr tryggingarfélagi. Annað dæmi: Frændi minn ekur inn Álfhólsveg, frá húsi einu bakkar bíll út á götuna og bakkar á bíl frænda míns, en hann reyndi að sveigja undan og er komin á rangan vegarhelming er þeir stöðvast. Því miður 100% óréttur þar sem hann var kominn yfir á rangan vegarhelming. Ég hef alla tíð staðið í þeirri trú að sá sem væri að bakka væri alltaf í 100% órétti, það læðist að manni sú hugsun að tryggingarfélagið (Sjóvá-Almennar) leiki það að bæta hvorugum tjónið. Engin furða að þeir safni í sjóði og láti okkur borga allt of há iðgjöld. Tryggingarfélögin hafa lýst því yfir að við bíleigendur ættum þennan sjóð, trúi hver sem vill, ekki ég. Frændi minn sagði upp öllum sínum tryggingum hjá Sjóvá-Almennum eftir þetta tjón. Þriðja dæmið: Fyrir um 30 árum (þá var verðbólgan á fullu) var ekið á bíl minn. Sem leigubílstjóri fékk ég dagpeninga meðan á viðgerð stóð, u.þ.b. 5 daga. Þegar átti að gera upp þessa 5 daga fannst mér það allt of lág upphæð sem Trygging hf. bauð mér, svo ég bað um viðtal við forstjórann. Þá kom í ljós að sá sem sá um tjónauppgjör var með gamlan taxta, dagpeningar höfðu hækkað 3 mánuðum áður vegna verðbólgu og fékk hann ávítur forstjórans óþvegnar og ég mína dagpeninga auk leigubílakostnaðar til og frá verkstæðinu sem mér skilst að sé ekki vanalegt. Lesandi góður, getur þú treyst þessum mönnum? Fjórða dæmi: Dóttir mín bjó á Nesbala á Seltjarnarnesi, þar eru langir botnlangar öðrum megin götunnar. Eitt sinn er hún fer á stað út úr þessum botnlanga og beigir til hægri út í aðalgötuna, Nesbalann, kemur þá bíll á móti henni á öfugum vegarhelmingi og keyrir framan á bíl hennar, en hún var á réttum vegarhelmingi. Ekkert fæst út úr þessu tjóni vegna þess, segja þeir hjá tryggingarfélaginu, að hún var nýlega komin út úr þessum botnlanga. Svo virðist sem tryggingarfélögin geti hagað sér að eigin geðþótta, en hvað það er vinsælt er önnur saga! Sem betur fer er nú komið erlent tryggingarfélag sem er með mun lægri iðgjöld en þau íslensku og á Árni Sigfússon og FÍB heiðurinn af því. Svo er bara að sjá hvort það er heiðarlegra í tjónauppgjörum, en ég vona samt að ég þurfi ekki á því að halda.

Ég gæti nefnt fjölmörg dæmi hér í viðbót en læt þetta nægja í bili. Ég styð Árna Sigfússon í næstu borgarstjórnarkosningum, það er ekki spurning. EINAR SIGURBERGSSON, fv. leigubílstjóri, Dverghömrum 19, Reykjavík.