Kvenfangi
giftist
London. The Daily Telegraph.
BRESK hjúkrunarkona, sem situr í saudi-arabísku fangelsi fyrir
morð á ástralskri starfssystur sinni, gekk í hjónaband á sunnudag. Giftingin fór fram í dómshúsi skammt frá fangelsinu þar sem hún hefur verið í haldi í tæpt ár. Vart eru fordæmi fyrir slíkri eftirgjöf yfirvalda í Saudi- Arabíu en réttarkerfið þar er geysistrangt.
Hjúkrunarkonan, Lucille McLaugchlan, giftist unnusta sínum, Grant Ferrie, að viðstaddr fjölskyldu sinni, konsúl Bretlands og fangavörðum. Athöfnin fór fram að íslömskum sið. Á eftir gæddu gestir sér á tertu og fengu brúðhjónin að eiga saman stund í næði.
Giftingarleyfið fékkst eftir langar samningaumleitanir en McLaugchlan var dæmd í átta ára fangelsi og til að þola 500 vandarhögg fyrir að eiga aðild að morðinu. Stallsystir hennar hefur verið úrskurðuð sek um það en hefur enn ekki hlotið dóm. Um tíma vofði dauðadómur yfir henni en hann var mildaður eftir að bróðir fórnarlambsins féll frá kröfu um dauðadóm.