KASTALI Öskubusku, Höll Aladíns, Hús grísanna litlu og Húsið hennar Rauðhetta eru harðspjaldabækur fyrir yngstu börnin í þýðingu Hersteins Pálssonar. Bækurnar eru í glaðlegum litum og með ævintýralegum teikningum. Myndskreyting eftir Sabrinu Orlando. Prentaðar á Ítalíu.
Nýjar bækur

KASTALI Öskubusku, Höll Aladíns, Hús grísanna litlu og Húsið hennar Rauðhetta eru harðspjaldabækur fyrir yngstu börnin í þýðingu Hersteins Pálssonar. Bækurnar eru í glaðlegum litum og með ævintýralegum teikningum.

Myndskreyting eftir Sabrinu Orlando. Prentaðar á Ítalíu.

DVERGURINN Doddi er harðspjaldabók eftir Katharínu og Wolfgang Schäfer. Í bókinni segir frá Dodda sem átti stóra, græna húfu. Þegar hann lét hana á sig, alveg niður að skóm, var hann ósýnilegur. Hann hjálpar öllum dýrunum í skóginum og svo er haldin skógarhátíð.

Útgefandi er Myndbandaútgáfan, Reykjavík. Bókin er 40 bls. með litríkum myndum eftir höfunda.

ÆVINTÝRI kettlinganna er eftir Evu Larsson og segir frá afmæli Maju kettlings og ævintýrum Litla tígursins.

Myndbandaútgáfan gefur út. Bókin er ríkulega skreytt myndum og er 40 bls.

FARIÐ til læknis er í bókaflokknum Fyrsta reynslan, og kynnir ungum börnum hvernig á að bregðast við ýmsum aðstæðum og ráða fram úr þeim. Nöfn bókanna í bókaflokknum eru, auk þessarar: Byrjað í skóla, Flutt í nýja íbúð, Nýfætt barn, Spítalaferð, Farið í heimboð, Farið til tannlæknis, Ferðast með flugvél og nýr hvolpur. Bókin er endurútgefin og er eftir Anne Civardi og Stephen Cartwright.

Bókin er gefin út hjá Myndbandaútgáfunni.