Í DAG, fimmtudaginn 4. desember, kl. 17 verður opið hús í stofu Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17. Gestur verður Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur sem ræðir um jafnvægi hugans á aðventunni og les upp úr nýrri ljóðabók sinni, Úlfabrosi. Stofan býður upp á heitt súkkulaði og vöfflur.
Safnaðarstarf

Fyrirlestur í Árbæjarkirkju

FYRIRLESTUR verður fyrir almenning í Árbæjarkirkju í kvöld kl. 20.30. Fyrirlesturinn ber heitið grundvöllur kristins siðferðis. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur flytur.

Frá Kvennakirkjunni

Í DAG, fimmtudaginn 4. desember, kl. 17 verður opið hús í stofu Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17.

Gestur verður Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur sem ræðir um jafnvægi hugans á aðventunni og les upp úr nýrri ljóðabók sinni, Úlfabrosi. Stofan býður upp á heitt súkkulaði og vöfflur.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14­17. Biblíulestur í safnaðarheimilinu kl. 20.30.

Dómkirkjan. Kl. 14­16 opið hús í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, fyrir alla aldursflokka. Kl. 17.15 samverustund fyrir börn 9­10 ára.

Grensáskirkja. Mæðramorgunn kl. 10-12.

Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgeltónlist. Léttur hádegisverður á eftir.

Háteigskirkja. Starf fyrir 6­9 ára börn kl. 17 í safnaðarheimilinu. Kvöldsöngur með Taizé-tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir velkomnir.

Langholtskirkja. Foreldra- og dagmömmumorgunn kl. 10­12. Aðventukynning í umsjá sóknarprests, djákna og organista. Kaffi og meðlæti á boðstólum. Aðventusöngur sungnir með börnunum. Börnin aðstoða við gerð aðventukrans.

Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu á eftir. Starf fyrir 10­12 ára börn kl. 17.

Neskirkja. Biblíulestur kl. 15.30. Lesnir valdir kaflar úr Postulasögunbni. Sr. Frank M. Halldórsson.

Árbæjarkirkja. Starf fyrir 10­12 ára stráka og stelpur kl. 16.30­ 17.30 í Ártúnsskóla.

Breiðholtskirkja. TTT-starf fyrir 10­12 ára í dag kl. 15.30. Mömmumorgunn á morgun kl. 10­12.

Digraneskirkja. Kl. 10 mömmumorgunn. Leikfimi aldraðra kl. 11.20. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Bænaefni má setja í bænakassa í anddyri kirkjunnar eða hafa samband við sóknarprest. Kl. 20.30 jólafundur kirkjufélags Digraneskirkju.

Grafarvogskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Efni m.a. fyrirlestrar, bænastund o.fl. Kaffi. Æskulýðsfélag, 14-16 ára, kl. 20-22.

Hjallakirkja. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16.

Kópavogskirkja. Starf eldri borgara kl. 14­16 í safnaðarheimilinu Borgum.

Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir 9­12 ára stráka kl. 17.30.

Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 11­12 ára börn kl. 17­18.30 í safnaðarheimilinu. Æskulýðsfundur kl. 20­22.

Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús í Vonarhöfn, Strandbergi fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30.

Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Biblíulestur kl. 21­22.

Víðistaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15-18.30.

Akraneskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum.

Hjálpræðisherinn. Ljósvaka á Hjálpræðishernum kl. 20.30 í umsjá Áslaugar Haugland og unglinganna.

Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl. 16-18. Kyrrðar- og fræðslustund í kirkjunni kl. 17.30 í umsjá Láru G. Oddsdóttur. Kyrrðarstund og bæn helguð aðventunni.

Landakirkja, Vestmannaeyjum. TTT 10-12 ára kl. 17. Öldungadeild KFUM & K fundar í húsi félaganna kl. 20.30.