ÍSAGA hf. hefur ákveðið að loka kolsýruverksmiðju sinni í Þorlákshöfn um næstu áramót og auka í staðinn framleiðslu náttúrulegrar kolsýru úr eigin námu að Hæðarenda í Grímsnesi. Þar er nú verið að setja upp nýja vélasamstæðu sem kostar um 100 milljónir króna.
ÐÍsaga byggir
vistvæna verksmiðju ÍSAGA hf. hefur ákveðið að loka kolsýruverksmiðju sinni í Þorlákshöfn um næstu áramót og auka í staðinn framleiðslu náttúrulegrar kolsýru úr eigin námu að Hæðarenda í Grímsnesi. Þar er nú verið að setja upp nýja vélasamstæðu sem kostar um 100 milljónir króna. Þetta hefur í för með sér að hætt verður að framleiða kolsýru með svartolíubrennslu, en um 600 tonn af svartolíu hafa verið notuð árlega í verksmiðjunni í Þorlákshöfn.
Fram kemur í frétt frá Ísaga að fyrirtækið framleiðir alla þá kolsýru sem notuð er hérlendis eða sem nemur um 2 þúsund tonnum á ári. Af heildarframleiðslunni hafa um 1.500 tonn komið frá verksmiðjunni í Þorlákshöfn. Með því að loka þeirri verksmiðju verður tryggt að öll kolsýra verður framleidd með náttúrulegum aðferðum frá og með næstu áramótum.