SAMSKIP heldur árlega boð fyrir viðskiptavini sína á Kaffi Reykjavík. Er þetta með fjölmennustu boðum sem haldin eru. Að þessu sinni var það haldið sl. föstudag og komu nærri 900 manns. Reyndar voru ekki allir staddir þarna í einu enda hefði húsið ekki rúmað þennan mikla fjölda. Ljósmyndari blaðsins smeygði sér inn á milli gestanna.
Fjölmennt boð
hjá SamskipSAMSKIP heldur árlega boð fyrir viðskiptavini sína á Kaffi Reykjavík. Er þetta með fjölmennustu boðum sem haldin eru. Að þessu sinni var það haldið sl. föstudag og komu nærri 900 manns. Reyndar voru ekki allir staddir þarna í einu enda hefði húsið ekki rúmað þennan mikla fjölda. Ljósmyndari blaðsins smeygði sér inn á milli gestanna.
Morgunblaðið/Kristinn ÓLAFUR Ólafsson forstjóri Samskipa ræðir við Sigurð Á. Sigurðsson. FULLTRÚAR frá Norðuráli voru þarna í fyrsta sinn. Ragnar Guðlaugsson ásamt eiginkonu sinni Lísu Greipsson og Dick Black ásamt konu sinni Carol Black. ALFREÐ Jóhannsson hjá Kaaber og Ingvi Guðmundsson og Kristjana Pálsdóttir hjá Búri hf.