FINNSKA arkitektinum Juhani Pallasmaa hafa verið veitt Fritz Schumacher-verðlaunin. Hann fékk þau fyrir margþætt og alþjóðlega viðurkennt starf sitt sem skipuleggjandi, kenningasmiður og kennari í arkitektúr. Pallasmaa tók við verðlaununum frá Alfreð Toepfer-stofnuninni í Hannover í Þýskalandi. Verðlaunaféð nemur 60.000 finnskum mörkum.
Finna hlotnast alþjóðleg
arkitektaverðlaunFINNSKA arkitektinum Juhani Pallasmaa hafa verið veitt Fritz Schumacher-verðlaunin. Hann fékk þau fyrir margþætt og alþjóðlega viðurkennt starf sitt sem skipuleggjandi, kenningasmiður og kennari í arkitektúr.
Pallasmaa tók við verðlaununum frá Alfreð Toepfer-stofnuninni í Hannover í Þýskalandi. Verðlaunaféð nemur 60.000 finnskum mörkum.
Pallasmaa er fyrsti Finninn sem fengið hefur þessi eftirsóttu verðlaun. Af öðrumn þekktum verðlaunahöfum má m.a. nefna Danann Arne Jacobsen, Ralph Erskine sem fæddist í Bretlandi, en starfaði í Svíþjóð, og Hollendingurinn Aldo van Eyck.