Góð stund í Hallgrímskirkju
ÉG VAR á ferð í Reykjavík í nóvember sl. og þá
vildi svo til að ég rakst af tilviljun inn í Hallgrímskirkju. Þar voru þá eldri borgarar í boði hjá söfnuðinum og var ég boðinn velkominn og vil þakka sérstaklega fyrir það, því þar mætti ég mörgum bæði gömlum og góðum vinum mínum. Á dagskrá var m.a. að Pétur Pétursson þulur sagði frá ýmsum þáttum úr Reykjavík í sínu ungdæmi og kom víða við. Gamanyrði og góðar setningar frá merkum mönnum í þá daga sagði hann af sinni alkunnu snilld og frásagnargleði. Þá var fjöldasöngur og sr. Ragnar Fjalar Lárusson endaði stundina með nokkrum bænarorðum.
Mig langar til að þakka þetta ágæta boð og eins vil ég nota tækifærið til að þakka Pétri fyrir ágætan útvarpslestur á sögu séra Árna Þórarinssonar, sem margan hefur glatt, og maður vill ekki missa af, og bíð spenntur eftir framhaldinu, þegar hann vonandi les seinustu bókina: Að æfilokum. Veit ég tala þar einnig fyrir munn margra.
Árni Helgason, Stykkishólmi. Tapað/fundið
Hringar týndust á Ítalíu
HRINGAR gleymdust á kvennasnyrtingunni á veitingastaðnum Ítalíu sl. laugardagskvöld. Þeir sem hafa orðið varir við hringana hafi samband í síma 566 7270 eða skili þeim á Ítalíu.
Svört hettupeysa týndist á Seltjarnarnesi
SVÖRT hettupeysa, með Smash merki í grænum litum, týndist í Tjarnarbóli eða í grennd við það á Seltjarnarnesi í nóvember. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 561 1333.
Dýrahald
Kanína fannst
LÍTIL, svört kanína, fannst á Miklatúni um helgina. Mannelsk og gæf. Ef einhver saknar hennar má hann hringja í síma 552 1926.
Páfagaukur týndist
LJÓSBLÁR páfagaukur flaug út um glugga frá heimili sínu að Kleppsvegi- Dalbraut sunnudaginn 30. nóvember. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 553 2736.