Æðislega gaman
að vinna strákana
Strákarnir í miklu basli með Ingibjörgu
INGIBJÖRG Guðmundsdóttir er ein
fárra stúlkna sem stunda júdóíþróttina hér á landi. Hún er 12 ára gömul og keppir fyrir Ármann, var í A-sveitinni á mótinu í Austurbergi um síðustu helgi. Strákarnir áttu í mesta basli með Ingibjörgu, sem er einkar sterkur júdómaður vann eina glímu, gerði eitt jafntefli og tapaði tvisvar. "Það er æðislega gaman að vinna strákana, rosa fjör. Það er líka miklu skemmtilegra að keppa við þá, því stelpurnar eru feimnari og sækja ekki jafn mikið," sagði Ingibjörg, en hvernig datt henni í hug að fara að æfa júdó? "Ég veit það ekki. Einn daginn kom mamma allt í einu og spurði hvort ég vildi ekki byrja að æfa júdó," sagði hún.
Að eigin sögn, brá henni ekkert við að sjá eingöngu drengi á fyrstu æfingunni. "Ég átti von á því að þarna væru næstum bara strákar. Ég hugsa að allir haldi bara að júdó sé strákaíþrótt. Þess vegna eru svona fáar stelpur að æfa," sagði Ingibjörg.
Ingibjörg Guðmundsdóttir