UNGIR borðtennisiðkendur reyndu með sér á Canon unglingameistaramótinu svokallaða, sem haldið var í húsum TBR um síðustu helgi. Þátttakendur komu frá Víkingi, KR og Stjörnunni. Keppt var í þremur aldursflokkum í einliðaleik, en tveimur í tvíliðaleik. Í einliðaleik drengja ellefu ára og yngri sigraði Matthías Stephensen, Víkingi, en hann lagði Stjörnumanninn Andrés Logason í úrslitaleik.
Hópur unglinga skemmti sér á Canon unglingameistaramótinu í borðtennis

Sigursælir Víkingar UNGIR borðtennisiðkendur reyndu með sér á Canon unglingameistaramótinu svokallaða, sem haldið var í húsum TBR um síðustu helgi. Þátttakendur komu frá Víkingi, KR og Stjörnunni.

Keppt var í þremur aldursflokkum í einliðaleik, en tveimur í tvíliðaleik.

Í einliðaleik drengja ellefu ára og yngri sigraði Matthías Stephensen, Víkingi, en hann lagði Stjörnumanninn Andrés Logason í úrslitaleik. Í flokki pilta 12 til 13 ára bar Víkingurinn Óli Páll Geirsson sigur úr býtum eftir að hafa sigrað félaga sinn, Guðmund Pálsson, í leik um gullið. Markús Árnason, landsliðsmaður úr Víkingi, sigraði KR-inginn Ívar Hróðmarsson í úrslitaleik í flokki pilta 14 til 17 ára og hreppti því sigurlaunin.

Markús sigraði einnig í tvíliðaleik sama aldursflokks, lék þá með félaga sínum úr Víkingi, Magnúsi Magnússyni. Þeir Ívar og Kristinn Bjarnason, sem keppir fyrir Víking en lék með Ívari í þetta sinn, höfnuðu í öðru sæti. Í tvíliðaleik drengja 13 ára og yngri, vann Óli Páll annan glæstan sigur, í þetta sinn með félaga sínum, Tryggva Rósmundssyni. Matthías og Gunnlaugur Guðmundsson komu næstir og fengu silfrið.

ÞESSIR piltar unnu til verðlauna í tvíliðaleik í flokki 14 til 17 ára. F.v. Kristinn Bjarnason, Víkingi, Ívar Hróðmarsson, KR, Markús Árnason, Víkingi, Magnús Magnússon, Víkingi, Ragnar Guðmundsson, KR, og Örn S. Bragason, KR. VASKIR Víkingar á "verðlaunapalli" fyrir góða frammistöðu í tvíliðaleik 13 ára og yngri. F.v. Matthías Stephensen, Gunnlaugur Guðmundsson, Tryggvi Rósmundsson, Óli Páll Geirsson, Guðmundur Pálsson og Þórólfur B. Guðjónsson. VERÐLAUNAHAFAR í flokki drengja, 11 ára og yngri. F.v. Andrés Logason, Stjörnunni, Matthías Stephensen, Víkingi, Hafsteinn Halldórsson, KR, og Ásgeir Birkisson, KR.