eftir Peter Pohl í þýðingu Sigrúnar Ragnarsdóttur. 231 bls. Mál og menning. PETER Pohl er sænskur rithöfundur sem leitar ekki langt yfir skammt að yrkisefnum. Hann gekk í Syðri-Latínuskólann á sjötta áratugnum, en það er einmitt staður og tími atburða fyrstu bókar hans, Janni vinur minn, sem út kom í Svíþjóð 1985.
Rauðhærður
strákur áreiðhjóli
BÆKUR
Skáldsaga
Janni vinur minn
eftir Peter Pohl í þýðingu Sigrúnar Ragnarsdóttur. 231 bls. Mál og menning.
PETER Pohl er sænskur rithöfundur sem leitar ekki langt yfir skammt að yrkisefnum. Hann gekk í Syðri-Latínuskólann á sjötta áratugnum, en það er einmitt staður og tími atburða fyrstu bókar hans, Janni vinur minn, sem út kom í Svíþjóð 1985. Nú er hún komin út í íslenzkri þýðingu Sigrúnar Ragnarsdóttur og útgáfu Máls og menningar.
Afar sérstæður stíll er á sögunni furðulegur, einkennilegur, fannst mér í fyrstu.
Sögumaður er Krilli, Krister Nordberg, 12 ára, sem býr í Stokkhólmi. Í upphafi er lögreglan að spyrja hann einhvers, einhvers sem tengist vini hans, Janna. Janni þessi er hálfdularfullur; hver er hann? Hvaðan kemur hann? Hvert fer hann þegar hann hverfur vikum eða mánuðum saman?
Sagan er upprifjun á kynnum Krilla við hann, oft er stokkið úr einum atburði í annan, án þess að nokkuð röklegt orsakasamhengi virðist þar á milli. Á sumu er rétt tæpt meðan annað fær heilu og hálfu arkirnar. Til dæmis er nærri allur 2. kafli lýsing á tröppubruni Janna, á reiðhjóli. Öllu er lýst í smáatriðum; breidd trappanna, fjölda og skiptingu þeirra, millipöllunum, aðferð Janna, sprungnu framdekki, bremsuleysi, sprungnu afturdekki. Í slíkum frásögnum nær Pohl feiknarlegu kverkataki á lesanda og dregur hann beinlínis inn í blaðsíðurnar, svo hrífandi eru lýsingar hans.
Gegnum söguna er lesandi af og til minntur á að Krilli er í yfirheyrslunni. Þetta virðist snúast um eitthvað alvarlegt því lögreglan spyr Krilla um bílnúmer og hvort hann sé nú alveg viss um það sem hann segir. Önnur lögga kemur svo orðum Krilla áfram um talstöð. Um eitthvað alvarlegt er að ræða.
Það á ekki að þurfa að minnast á stafsetninga og málfræðivilluleysi í bókum, og því ætla ég ekki að gera það. Hins vegar ætla ég að minnast á afar klúðurslega málfræðivillu á blaðsíðu 67: " hugsanlegt að ef Benni yfirgæfi klíkan myndum við fljótlega ". Tekur sögnin að yfirgefa ekki með sér þolfall (klíkuna)? Svo hefur "og" -táknið gleymzt (&) á blaðsíðu 70, þar sem Krilli er að lýsa Andrésblöðunum sínum (Andrés önd Co). Afar einkennileg (innsláttar-)villa hefur slæðst inn á blaðsíðu 228; talan 196. Einnig þótti mér erfitt að sætta mig við nafnorðin sem skrifuð eru með stórum staf sem birtast í miðjum setningum hér og þar. En þau verður að skrifa á stíl sögunnar þennan sérstæða sem ég minntist á hér að ofan. Þrátt fyrir ofangreindar fljótfærnisvillur ég hreinlega neita að trúa að þær séu annað er þýðingin yfirhöfuð góð og kemur sögunni vel til skila. Það er ekki fyrr en í síðustu setningum bókarinnar að kemur í ljós að Janni er
Heimir Viðarsson