HANDVERKSMARKAÐUR verður haldinn á Eiðistorgi í dag, laugardag, milli klukkan 10 og 18. Í fréttatilkynningu frá kvenfélaginu Seltjörn segir að um sjötíu manns muni sýna og selja vörur sínar og meðal muna séu vörur úr tré, gleri og postulíni. Þá eru á boðstólum ýmsar prjónavörur og ýmislegt til jólahalds.

Handverks-

markaður á

Eiðistorgi

HANDVERKSMARKAÐUR verður haldinn á Eiðistorgi í dag, laugardag, milli klukkan 10 og 18. Í fréttatilkynningu frá kvenfélaginu Seltjörn segir að um sjötíu manns muni sýna og selja vörur sínar og meðal muna séu vörur úr tré, gleri og postulíni. Þá eru á boðstólum ýmsar prjónavörur og ýmislegt til jólahalds. Klukkan 14 munu nemendur úr tónlistarskóla Seltjarnarness koma og leika nokkur lög, Gróttustúlkur verða með kökubasar frá 13-16 og kvenfélagið Seltjörn verður með kaffi og vöfflusölu.