KNATTSPYRNUDEILD KA í samvinnu við skemmtistaðinn Sjallann stendur fyrir gleðskap í Sjallanum næstkomandi föstudagskvöld, 5. desember. Skemmtikraftar kvöldsins eru m.a. skagfirski söngkvartettinn Álftagerðisbræður, ásamt sr. Pétri Þórarinssyni og Gísla Sigurgeirssyni.
Skemmtikvöld í Sjallanum

KNATTSPYRNUDEILD KA í samvinnu við skemmtistaðinn Sjallann stendur fyrir gleðskap í Sjallanum næstkomandi föstudagskvöld, 5. desember. Skemmtikraftar kvöldsins eru m.a. skagfirski söngkvartettinn Álftagerðisbræður, ásamt sr. Pétri Þórarinssyni og Gísla Sigurgeirssyni. Síðar um kvöldið tekur skagfirsk sveifla völdin þegar Geirmundur Valtýsson ásamt hljómsveit leikur fyrir dansi fram á rauða nótt.

Sjallinn verður opnaður fyrir matargesti kl. 20 og verður boðið upp á "sveitaborð" með graflaxi í forrétt, hangikjöti með tilheyrandi í aðalrétt og möndlugraut í eftirrétt. Fyrir þá sem einungis vilja taka sveiflu er húsið opnað kl. 20.30.