VIÐ ÆTTUM að gera meira af því að baka alls konar brauð fyrir jólin. Það er auðvelt nú þegar allt fæst í brauðin og flestir eiga frystikistur. Mjög margar þjóðir eiga sitt sérstaka jólabrauð og það eiga Íslendingar vissulega með laufabrauði,
Matur og matgerðGefið börnum brauð að bíta í á jólunum
Að áliðnum jólum í fyrra þegar fjölskylda Kristínar Gestsdóttur var sest að veisluborði kom lítill ömmustrákur til hennar fram í eldhús og sagði: "Amma mig langar í brauð með osti." Format fyrir uppskriftir
VIÐ ÆTTUM að gera meira af því að baka alls konar brauð fyrir jólin. Það er auðvelt nú þegar allt fæst í brauðin og flestir eiga frystikistur. Mjög margar þjóðir eiga sitt sérstaka jólabrauð og það eiga Íslendingar vissulega með laufabrauði, en börnin vilja kannski bara "venjulegt brauð" sem klæða má í hátíðarbúning og láta litlar hendur hjálpa til við verkið. Ég hefi í nokkur ár klætt smábrauð eða stór brauð í jólabúning, ýmist mótað þau sjálf eða sett í form og skorið með piparkökumótum. Möguleikarnir eru ótæmandi. Notið hugmyndaflug ykkar en þó einkum barnanna, það er oftast í lagi. Hér er boðið upp á smábrauð eða stórt brauð úr sama deiginu, en af því að þessi þáttur er skrifaður á 1. degi aðventu bakaði ég aðventukrans sem líka er uppskrift að. Í þættinum 27. nóv. Fitusnauðar smákökur er uppskrift af Kryddkökum Hrafnhildar. Í vinnulýsingu er minnst á að sigta saman lyftiduft og hveiti, en það er víst óþarfi þar sem ekkert lyftiduft á að vera í kökunum. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum.
Aðventukrans
(2 kransar)
2 egg
1 dl sykur
1 dl matarolía
1 tsk. kardimommudropar
tsk. salt
1 msk. þurrger
10 dl hveiti
2 dl fingurvolg mjólk
1. Þeytið egg og sykur, setjið olíu og kardimommudropa út í.
2. Blandið saman hveiti, þurrgeri og salti og setjið saman við ásamt mjólkinni, sem má alls ekki vera heitari en 40 C. Látið lyfta sé í 6-12 klst. gjarnan í kæliskáp.
Fyllingin:
2 dl vanillubúðingur (ég notaði heitan Öetkerbúðing)
200 g marsipan, þarf ekki að vera dýrasta gerð
1 dl góð sulta, sú tegund sem ykkur hentar
1 eggjarauða til að pensla með
4 lítil konfektálform
3. Blandið saman, búðingi, marsipani og sultu.
4. Skiptið deiginu í tvennt, fletjið 1 sm þykkt út í 2 aflanga ferninga, smyrjið fyllingunni á og vefjið saman Snúið upp á lengjurnar og mótið 2 kransa. Penslið með eggjarauðu. Stingið konfektálformunum í á fjórum stöðum, en búið til kúlur úr álpappír og setjið ofan í formin.
5. Hitið bakrarofn í 200 C, blástursofn í 180 C, setjið í miðjan ofninn og bakið í um 30 mínútur.
Skreytingin:
100 g marsipan
2 msk. flórsykur
rauður, grænn og gulur matarlitur
4 kerti
6. Hnoðið flórsykur upp í marsipanið, setjið rauðan matarlit í u.þ.b. , grænan í og gulan í örlítinn bita. Fletjið út milli tveggja plastfilma, skerið síðan blöð og lauf úr rauða og græna marsipaninu en mótið smákúlur úr hinu gula. Mótið eins konar jólastjörnur og setjið milli kertanna.
Brauð
7 dl hveiti
2 dl haframjöl
1 dl hveitiklíð
3 tsk. þurrger
tsk. salt
2 msk. matarolía
msk. molasses (dökkbrún sykurkvoða, fæst í heilsufæðisbúðum, nota má hunang)
3 dl fingurvolg mjólk
1 eggjarauða + 1 tsk. vatn til að pensla með, sesamfræ, birkisfræ eða poppyseed til að strá yfir
1. Setjið allt mjöl ásamt salti og þurrgeri í skál. Hitið mjólkina í 38 C, hrærið molasses út í ásamt matarolíu og setjið út í mjölið. Hrærið saman, helst í hrærivél. Breiðið stykki yfir skálina og látið lyfta sér gjarnan í 8-12 klst í kæliskáp.
2. Takið deigið úr skálinni, mótið smáfléttur og raðið saman í brauð, eða skerið út með piparkökuformum. Penslið með eggjarauðu, stráið korninu yfir, breiðið stykki yfir og látið lyfta sér í 30 mínútur.
3. Hitið bakaraofn í 210 C, blástursofn í 190 C, setjið í miðjan ofninn og bakið í 1520 mínútur. Breiðið stykki yfir og látið kólna. Geymið í frysti til jóla.
4. Takið brauðin úr frysti, úðið örlitlu vatni yfir og hitið í bakaraofni og brauðin eru sem nýbökuð.