ÍKVERJI ætlaði í síðustu viku að kaupa sér lottómiða, sem vart getur talizt til tíðinda. En þar sem Víkverji hafði ekki handbært skotsilfur, tók hann upp debetkort, en greiðsla með því er jafngóð og peningagreiðsla. En afgreiðslustúlkan í Happahúsinu í Kringlunni fúlsaði við kortinu, kvaðst ekki hafa neinn posa til þess að renna kortinu í gegnum.
ÍKVERJI ætlaði í síðustu viku
að kaupa sér lottómiða, sem vart getur talizt til tíðinda. En þar sem Víkverji hafði ekki handbært skotsilfur, tók hann upp debetkort, en greiðsla með því er jafngóð og peningagreiðsla. En afgreiðslustúlkan í Happahúsinu í Kringlunni fúlsaði við kortinu, kvaðst ekki hafa neinn posa til þess að renna kortinu í gegnum. Gott og vel, fjarvist posans gat verið eðlileg ástæða og ekki er hægt að notast við gömlu strauvélarnar á debetkortunum.Litlu síðar sama dag var Víkverji staddur í Hagkaupi í Skeifunni og beið þar eftir konu sinni, sem var að kaupa lítilræði í verzluninni. Á meðan Víkverji beið og þar sem hann sá posann á borðinu í sælgætissölunni í Hagkaupi tók hann upp debetkortið góða og kvaðst vilja fá einn lottómiða. Afgreiðslumaðurinn í verzlunni sagði þá: "Ég get ekki tekið við greiðslu fyrir lottómiðann af debetkortinu, nema þú kaupir eitthvað fleira". Þegar Víkverji vildi ekkert fleira en lottómiðann, benti afgreiðslumaðurinn á bankasjálfsala, þar sem unnt væri að taka út peninga á debetkort. Þá gafst Víkverji upp, stakk á sig kortinu og hugsaði Hagkaupi þegjandi þörfina.
Hvers konar þjónustulund er þetta hjá Hagkaupi? Hvers vegna er ekki hægt að þjónusta viðskiptavini fyrirtækisins með því að taka við debetkortagreiðslu af viðskiptum með Lottómiða? Væntanlega fær Hagkaup einhverja þóknun fyrir að selja lottómiða og hver er munurinn á lottómiða og hverri annarri vöru, sem þarna er til sölu? Víkverji getur vel skilið, að fyrir lottómiða sem aðra vöru happdrættiskyns sé ekki hægt að greiða með kreditkorti, en debetkortagreiðsla er jafnvel betri en peningagreiðsla, því að þá er upphæðin flutt rafrænt beint af einum bankareikningi á annan. Þessi framkoma er óþolandi og lýsir ekki þeirri þjónustulund, sem Víkverji satt að segja hélt að Hagkaup vildi sýna viðskiptavinum sínum. Þetta er viðskiptahroki. En lengi skal manninn (eða öllu heldur fyrirtækið) reyna eins og þar stendur. Viðskiptavinirnir vita þá nú, að vilji menn fá lottómiða hjá Hagkaupi, verða þeir að kaupa eitthvað fleira, hvort sem þeir þurfa á því að halda eða ekki. Sérkennileg verzlun það. Er ekki verið að brjóta hér það kjörorð góðra viðskiptahátta, að viðskiptavinurinn hafi ávallt rétt fyrir sér? Alltént er ekki hægt að synja viðskiptavininum um ákveðin viðskipti með skilyrði um að hann kaupi eitthvað annað og meira.