Í þvingunarbókinni miklu eftir Frakkann Bertrand Romanet rekur hann vinningsleiðina í sex spöðum suðurs í spilinu hér að neðan. Hann getur þess ennfremur að samlandi hans, Pierre Albarran, hafi unnið slemmuna í tvímenningskeppni eins og að drekka vatn.
Í þvingunarbókinni miklu eftir Frakkann Bertrand Romanet rekur hann vinningsleiðina í sex spöðum suðurs í
spilinu hér að neðan. Hann getur þess ennfremur að samlandi hans, Pierre Albarran, hafi unnið slemmuna í tvímenningskeppni eins og að drekka vatn.ÁK963
952
Á10
KD8
8
K873
G8642
964
5
D106
K953
G10752
DG10742
ÁG4
D7
Á3
Út kom lauf, sem Albarran tók heima. Það virðist útilokað að vinna spilið nema hjartahjón liggi í austur, en Albarran leist ekki á svo afgerandi leið. Hann ákvað að spila öllum trompunum, fylgjast vel með afköstunum og láta ráðast af þeim hverju hann henti úr borði í það síðasta. Austur var svo vingjarnlegur að kalla í tígli, og því var tígultíu hent í síðasta spaðann. Síðan kom lauf, og meira lauf í þessari stöðu:
952
Á
K
K87
G8
D106
K5
ÁG4
D7
Í laufkónginn varð austur að henda hjarta. Þá kastaði Albarran tígli heima, spilaði svo hjarta og lagði gosann á tíu austurs. Vestur fékk slaginn á hjartakóng, en hjartadrottning austurs var nú orðin blönk, svo nía blinds varð úrslitaslagurinn.