Einkaleyfi
á Díönu
ANDLITIÐ á Díönu prinsessu gæti
orðið skrásett vörumerki eftir að lögfræðingar sóttust eftir því á einkaleyfisskrifstofu í Bretlandi. Markmiðið er að koma í veg fyrir útbreiðslu alls kyns minjagripa sem þykja ekki alltaf innan velsæmismarka.
Það eru lögfræðingar minningarsjóðs prinsessunnar sem hafa sótt um einkaleyfi á úrvali ljósmynda af henni á fullorðinsárum. "Ef umsónknin gengur eftir getur sjóðurinn höfðað mál til að koma í veg fyrir leyfislausa notkun á ímynd hennar," segir í yfirlýsingunni.
Minjagripir um prinsessuna eru m.a. drykkjarkönnur, stuttermabolir, eggjabikarar, fingurbjargir og dúkkur sem líkjast henni.