HLJÓMSVEITIN Stjörnukisi heldur til Sviss 16. desember næstkomandi. Stendur til að halda tónleika í Genf og einnig í Frakklandi. Ferðinni lýkur 27. desember þegar sveitin snýr aftur og verður þá svissneska rokksveitin Grace með í för. "Einn meðlima sveitarinnar kom á tónleika með okkur í sumar og það fór ágætlega á með okkur," segir Bogi Rúnarsson, bassaleikari Stjörnukisa.
Stjörnukisi til Sviss

Ostar og

súkkulaði á

aðfangadag

HLJÓMSVEITIN Stjörnukisi heldur til Sviss 16. desember næstkomandi. Stendur til að halda tónleika í Genf og einnig í Frakklandi. Ferðinni lýkur 27. desember þegar sveitin snýr aftur og verður þá svissneska rokksveitin Grace með í för.

"Einn meðlima sveitarinnar kom á tónleika með okkur í sumar og það fór ágætlega á með okkur," segir Bogi Rúnarsson, bassaleikari Stjörnukisa. "Hann hringdi svo fyrir mánuði og vildi endilega fá okkur út. Við ákváðum að sýna þeim sömu gestrisni og munum verða með sameiginlega tónleika á gamlárskvöld. Ekki hefur ennþá verið ákveðið hvar."

Annars segir Bogi að Stjörnukisi sé á fullu þessa dagana að kynna nýja plötu og tvö lög með sveitinni sem komið hafi út á Spírum. Í því skyni hafi sveitin troðið upp á tónleikum hér og þar.

En það verða sem sagt svissnesk jól hjá Stjörnukisa?

"Já," segir Bogi. "Ætli við fáum ekki svissneska osta og súkkulaði á aðfangadag," bætir hann við og sleikir út um.

GUNNAR Óskarsson, Úlfur Chaka Karlsson og Bogi Reynisson í myndbandi við eitt af lögum sveitarinnar.