VIÐ vorum á mjög skemmtilegu og fræðandi námskeiði fyrir unga ökumenn sem Sjóvá-Almennar halda. Þar fengum við það verkefni að koma með tillögur um hvernig draga megi úr slysum við eftirfarandi aðstæður.
Hvernig má draga úr slysum?

hópum 44 og 47 í Reykjavík í október 1997:

VIÐ vorum á mjög skemmtilegu og fræðandi námskeiði fyrir unga ökumenn sem Sjóvá-Almennar halda. Þar fengum við það verkefni að koma með tillögur um hvernig draga megi úr slysum við eftirfarandi aðstæður. Hér koma okkar tillögur:

Aftanákeyrslur

Til að draga úr aftanákeyrslum leggjum við til að allir aki hægar, auki bil á milli bíla og taki vel eftir því hvað er að gerast fyrir framan okkur og ekki síður fyrir aftan okkur. Ekki tala í farsíma á ferð eða gera annað það sem dregur úr athygli okkar. Sýnum þolinmæði og tillitssemi í umferðinni.

Við hvetjum ykkur til að líta vel aftur fyrir bílinn og nota spegla vel. Hafa allrar rúður hreinar og bakka varlega. Við skulum athuga hvort ökumenn annarra bifreiða taka eftir bakkljósunum. Verum einnig á varðbergi gagnvart umferðinni fyrir aftan.

Gatnamót eru flókið fyrirbæri og margir ungir ökumenn lenda í vandræðum með forganginn: Því hvetjum við ykkur til að aka hægar að gatnamótum, líta vel til beggja hliða, virða forgangsreglurnar. Metum aðstæður til hins ýtrasta og ökum varlega, verum tillitssöm og einbeitum okkur að akstrinum við þessar aðstæður.

Við hvetjum yfirvöld til að setja upp spegla á fleiri gatnamótum, að sjá til þess að ekkert skyggi á útsýni á gatnamótum, setja fleiri skynjara á umferðarljós á gatnamótum og fjölga hringtorgum.

Akreinaskipti eru oft til vandræða. Metum aðstæður gaumgæfilega, hugsum áður en við framkvæmum, verum á löglegum hraða og gefum stefnuljós áður en við skiptum um akrein. Speglar eru mikilvægir við þessar aðstæður. Verum ekki spör á að hleypa öðrum ökumönnum inn í röðina. Ekki er úr vegi að sýna þakklæti fyrir auðsýnda velvild annarra ökumanna.

Ekið útaf eða á kyrrstætt ökutæki

Höfum hugann við það sem við erum að gera og ökum eftir aðstæðum. Ekki stíga á bensíngjöf þegar til stendur að stíga á bremsur, aka á löglegum hraða og fylgjast vel með umferðarmerkjum. Athuga hvort um er að ræða malarveg eða veg með bundnu slitlagi og ekki aka mjög þreytt. Við ættum að huga vel að öðrum ökutækjum og þeirri hættu sem þau geta valdið.

Að lokum viljum við benda ykkur á að fara hægt að einbreiðum brúm. Ef bíllinn bilar, að nota alltaf viðvörunarþríhyrning og síðast en ekki síst að aka ekki undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna.

F.h. ungra ökumanna hjá Sjóvá- Almennum

EINAR GUÐMUNDSSON

fræðslustjóri.

STÆRSTA vandamál ungra ökumanna eru aftanákeyrslur. Láttu slíkt ekki henda þig.