JOSHIHIKO Iura mun halda Origami-námskeið á vegum Íslensk-japanska félagsins fimmtudaginn 4. desember kl. 20 í Gerðubergi. Origami, eða pappírsbrot, er aldagömul listgrein sem stunduð hefur verið síðan á Heian-tímabilinu (700 eftir Krist) og tengdist fyrst og fremst trúariðkunum Japana fyrr á öldum.
Námskeið í
pappírsbrotiJOSHIHIKO Iura mun halda Origami-námskeið á vegum Íslensk-japanska félagsins fimmtudaginn 4. desember kl. 20 í Gerðubergi.
Origami, eða pappírsbrot, er aldagömul listgrein sem stunduð hefur verið síðan á Heian-tímabilinu (700 eftir Krist) og tengdist fyrst og fremst trúariðkunum Japana fyrr á öldum. Í dag er Origami vinsælt tómstundagaman um allan heim og eru til margar tegundir pappírsbrota, bæði fyrir byrjendur og þá sem stunda pappírsbrot sem listgrein.
Aðgangseyrir er 500 kr. en 300 kr. fyrir félagsmenn.