KVENNAKÓR Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir halda jólatónleika í Víðistaðakirkju í kvöld. Er ætlunin að þessir tónleikar verði árlegur viðburður í jólahaldi Hafnfirðinga, en sérstakir gestir á tónleikunum verða eldri Þrestir. Á efnisskránni verða jólalög úr ýmsum áttum auk léttra laga af öðru tagi.
Sameiginlegir jólatónleikar

KVENNAKÓR Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir halda jólatónleika í Víðistaðakirkju í kvöld.

Er ætlunin að þessir tónleikar verði árlegur viðburður í jólahaldi Hafnfirðinga, en sérstakir gestir á tónleikunum verða eldri Þrestir.

Á efnisskránni verða jólalög úr ýmsum áttum auk léttra laga af öðru tagi.

Stjórnandi Kvennakórsins og eldri Þrasta er Halldór Óskarsson og undirleikari þeirra er Hörður Bragason, en stjórnandi yngri Þrasta er Jón Kristinn Cortes. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 stundvíslega.

Frá jólatónleikum í fyrra.