SAUDI-arabíski auðmaðurinn al- Waleed bin Talal prins kveðst íhuga að dæla peningum í hagkerfi í Afríku, því að þau séu á batavegi." Hann sagði fréttamönnum að hann hefði hvað mestan áhuga á fjárfestingum í Egyptalandi þrátt fyrir morð á ferðamönnum að undanförnu. Waleed prins sagði að Afríka væri að ná sér.


Arabískur auðmaður

snýr sér að Afríku

Toshka, Egyptalandi. Reuters.

SAUDI-arabíski auðmaðurinn al- Waleed bin Talal prins kveðst íhuga að dæla peningum í hagkerfi í Afríku, því að þau séu á batavegi."

Hann sagði fréttamönnum að hann hefði hvað mestan áhuga á fjárfestingum í Egyptalandi þrátt fyrir morð á ferðamönnum að undanförnu.

Waleed prins sagði að Afríka væri að ná sér. Pólitísk átök væru að fjara út og stöðugleiki ríkti í fleiri löndum en áður.

Hann kvaðst einnig vilja hag Egyptalands og Arabaheimsins sem mestan og auka umsvif sín þar.

Reisir hótel í Luxor

Prinsinn, sem er talinn eiga 12 milljarða dollara, kveðst hafa í hyggju að reisa hótel í Luxor í Suður-Egyptalandi, þar sem múhameðskir öfgmaenn drápu 58 ferðamenn í síðasta mánuði.

Prinsinn kveðst hafa komið á fót sérstakri Afríkudeild í fyrirtæki sínu, Kingdom Holding Company, í Zimbabwe í nýlegri ferð til 13 landa. Í athugun séu 25 verkefni í Zimbabwe.