Álftagerðisbræður
á Þórshöfn
Þórshöfn - Álftagerðisbræður
héldu söngskemmtun á Þórshöfn fyrir skömmu þar sem þeim var firna vel tekið. Fullt hús var á skemmtuninni því bæði Þórshafnarbúar og nærsveitarfólk fjölmennti.
Þeir Álftagerðisbræður hafa einnig húmorinn í lagi ásamt góðum söngröddum og gerðu mikla lukku. Hagyrðingarnir Jóhannes Sigfússon frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði og Kristján Magnússon frá Vopnafirði voru einnig gestum til skemmtunar umrætt kvöld og ýmislegt var kveðið. Kynnir kvöldsins var Gísli Sigurgeirsson, sem sló á létta strengi.
ÁLFTAGERÐISBRÆÐUR í félagsheimilinu Þórsveri, einnig hagyrðingarnir Jóhannes Sigfússon frá Gunnarsstöðum t.v. og Kristján Magnússon frá Vopnafirði.