OPNUÐ verður sýning í anddyri Norræna hússins föstudaginn 5. desember kl. 17 á skartgripum eftir sjö unga skartgripahönnuði, sem kalla sig G7. Verkin á sýningunni eru skartgripir unnir út frá íslenskri náttúru og gengur sýningin undir nafninu "Ísland". G7 er alþjóðlegur hópur ungra listamanna sem útskrifaðist frá Institut for Ædelmetal í Kaupmannahöfn vorið 1996.
Skartgripir
í Norræna húsinuOPNUÐ verður sýning í anddyri Norræna hússins föstudaginn 5. desember kl. 17 á skartgripum eftir sjö unga skartgripahönnuði, sem kalla sig G7.
Verkin á sýningunni eru skartgripir unnir út frá íslenskri náttúru og gengur sýningin undir nafninu "Ísland".
G7 er alþjóðlegur hópur ungra listamanna sem útskrifaðist frá Institut for Ædelmetal í Kaupmannahöfn vorið 1996. Meðal þeirra er ungur Íslendingur, Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir. Aðrir í hópnum eru Mette Saabye, Ileana Constantineanu, Karina Noyons, Anders Leed Christensen, Mette Vivelsted og Helle Iøvig Espersen. Þau fengu styrk á síðasta ári frá "Sleipni", sem er styrkur á vegum norrænu ráðherranefndarinnar og veittur ungum listamönnum. Styrkurinn gerði þeim kleift að halda sýningu á lokaverkefnum sínum í Reykjavík, Helsinki og Kaupmannahöfn.
Fjölbreytileiki íslenskrar náttúru var þeim innblástur er þau komu til landsins og ákváðu að íslensk náttúra yrði þema í næstu sýningu þeirra. Útkoman eru skartgripir unnir úr fjölbreyttum efnivið svo sem hrosshári, perluskel, næloni, víði, silfri, gúmmíi og áli.
Sýningin verður opin daglega kl. 9-18, nema sunnudaga kl. 12-18 og stendur út desembermánuð. Aðgangur er ókeypis.
Ljósmynd/Katrín Elvarsdóttir ARMBAND úr silfri og íslensku hrosshári. Innblástur frá krafti og formi jöklanna eftir Karin Noyons.