HALLDÓR Björn Runólfsson listfræðingur heldur fyrirlestur í Listasafni Íslands í kvöld, fimmtudag, kl. 20 í tengslum við sýningu á verkum Gunnlaugs Schevings listmálara sem stendur yfir í öllum sölum safnsins þessa dagana. Aðgangur er ókeypis. Listasafnið býður einnig upp á sérstaka dagskrá fyrir börn næstkomandi sunnudag kl. 14 í tengslum við sýninguna.
Gunnlaugur Scheving í Listasafni Íslands Fyrirlestur og barnadagskrá

HALLDÓR Björn Runólfsson listfræðingur heldur fyrirlestur í Listasafni Íslands í kvöld, fimmtudag, kl. 20 í tengslum við sýningu á verkum Gunnlaugs Schevings listmálara sem stendur yfir í öllum sölum safnsins þessa dagana. Aðgangur er ókeypis.

Listasafnið býður einnig upp á sérstaka dagskrá fyrir börn næstkomandi sunnudag kl. 14 í tengslum við sýninguna.

Ber dagskráin yfirskriftina Til sjós og auk þess að skoða sýninguna verður börnunum boðið í listsmiðju, þar sem þeim mun gefast tækifæri til að teikna framhald mynda listamannsins á stórar arkir, svo sem þá hluta bátanna sem ekki sjást.

Í tengslum við sýninguna er einnig sýnd heimildarmynd Eiríks Thorsteinssonar um Gunnlaug, líf hans og störf, alla daga sem safnið er opið kl. 12 og aftur kl. 15. Nefnist myndin, sem er 40 mínútur að lengd, Hið hljóðláta verk og er frá árinu 1992.

Á sýningunni getur að líta flest þekktustu verk Gunnlaugs, auk fjölda undirbúningsmynda sem þykja gefa góða innsýn inn í vinnu listamannsins, allt frá frumdráttum að fullunnu verki.

Ýmsar heimildir um Gunnlaug liggja frammi á neðstu hæ safnsins og á bókasafninu.