TÓNLEIKAR verða í Hafnarborg, Menningarmiðstöð Hafnfirðinga fimmtudaginn 4. desember kl. 21. Það er félagsskapurinn Djass fyrir alla sem stendur að tónleikunum en þar kemur fram sönghópurinn Aurora undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Aurora-sönghópurinn, sem skipaður er 22 söngkonum var stofnaður af Margréti í tilefni af Ítalíuferð í nóvember. Þá kom sönghópurinn m.a.

Sönghópurinn Aurora

í Hafnarborg

TÓNLEIKAR verða í Hafnarborg, Menningarmiðstöð Hafnfirðinga fimmtudaginn 4. desember kl. 21. Það er félagsskapurinn Djass fyrir alla sem stendur að tónleikunum en þar kemur fram sönghópurinn Aurora undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur.

Aurora-sönghópurinn, sem skipaður er 22 söngkonum var stofnaður af Margréti í tilefni af Ítalíuferð í nóvember. Þá kom sönghópurinn m.a. fram við listasýningu í Engilsborg (Castello d'angelo) í Róm.

Á efnisskrá eru trúarlegir söngvar, negrasálmar, gospellög og jólasöngvar í léttum dúr. Undirleikarar eru Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari og Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari.

Djass fyrir alla var stofnaður af Gildiskátum, sem er félagsskapur eldri skáta í Hafnarfirði og var markmiðið með stofnun hans að kynna almenningi hinn fjölþætta heim djassins og safna í leiðinni fjármunum til byggingar skátamiðstöðvarinnar í Hafnarfirði og eru þetta 11. tónleikarnir sem þeir standa fyrir í þeirri röð.

AURORA-sönghópurinn með stjórnanda sínum, Margréti J. Pálmadóttur.