dagbok nr. 62,7-------
dagbok nr. 62,7 ------- " --------------- Í dag er fimmtudagur 4. desember, 338. dagur ársins 1997, Barbárumessa. Orð dagsins: Með hroka vekja menn aðeins þrætur, en hjá ráðþægnum mönnum er viska.

(Orðskviðir 13,10)

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Lagarfoss, Stapafell, Atlantic Coast, og Green Fors komu í gær. Ottó M. Þorláksson, Maersk Barents og Írafoss væntalegir í dag. Akureyrin, Brúarfoss og Arnarfell fara í dag.

Hafnarfjarðarhöfn: Ocean Tiger og Gjafar komu í gær. Tasiilaq fór í gær.

Fréttir

Bókatíðindi 1997. Númer fimmtudagsins 4. des. er 85318.

Mannamót

Aflagrandi 40. Jólakvöldverður verður föstud. 12. des. Húsið opnað kl. 17.30. Hátíðarmatseðill. Barnakór Grandaskóla, Karlakór Reykjavíkur og stúlkur leika á þverflautur. Ræðumaður sr. Pétur Þorsteinsson prestur. Skráning og uppl. í s. 562 2571.

Árskógar 4. Leikfimi kl. 10.15, handavinna og smíðar kl. 13-16.30. Bólstaðarhlíð 43. Spilað á miðvikud. kl. 13­16.30. Litlu jólin verða kl. 18. Jólahugvekja, tónlist, söngur og dans. Salurinn opnar kl. 17.40. Uppl. í s. 568 5052.

Félag eldri borgara í Garðabæ. Boccia í íþróttahúsinu Ásgarði kl. 10. Leiðbeinandi á staðnum.

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágr. Stofnfundur Golfklúbbs eldri félaga í Risinu laugardag 6. des. kl. 14.

Furugerði 1. Kl. 9 leirmunagerð, útskurður, fótaaðg., hárgr. og böðun, kl. 9.45 verslunarferð í Austurver, kl. 13 alm. handav., kl. 13.30 boccia, kl. 15. kaffi.

Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund. Vinnusalur og spilasalur opinn frá hádegi.

Gjábakki. Fannborg 8. "rím og grín" í kvöld með Rögnu og félögum. kl. 20.30. Allir velkomnir.

Hraunbær 105. Venjuleg miðvikudags dagskrá. Á morgun kl. 14 verður aðventuskemmtun. Söngur og danssýning. Aðalræðumaður sr. Hjálmar Jónsson alþingismaður. Allir velkomnir.

Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla og fjölbr. handavinna. Kl. 10 boccia. Kl. 14 félagsvist.

ÍAK, Íþróttaf. aldraðra, Kóp. Leikfimi kl. 11.20 í safnaðarsal Digraneskirkju.

Langahlíð 3. "Opið hús". Spilað alla föstudaga á kl. 13­17. Kaffi.

Norðurbrún 1 og Dalbraut 18-20. Fræðslu- og forvarnadeild lögreglunnar býður í ökuferð með SVR í Vídalínskirkju í Garðabæ. Lagt af stað frá Norðurbrún kl. 13.30 og Dalbraut kl. 13.40. Fræðslufundur með lögreglu eftir ferðina að Norðurbrún 1. Kaffi. Skráning í Norðurbrún í s. 568 6960 og Dalbraut í síma 588 9533. Venjuleg fimmtudagsdagskrá að Norðurbrún 1.

Vesturgata 7. Venjuleg fimmtudagsdagskrá. Á morgun kl. 14 les Karl Guðmundsson leikari úr bókinni Frá kúarektor til leikstjóra um ævi Höskuldar Skagfjörð. Höskuldur svarar fyrirspurnum. Kaffi með eplaköku og rjóma.

Vitatorg. Kl. 9 kaffi og smiðjan, kl. 9.30 stund með Þórdísi, kl. 10 golf og glerlist, kl. 11 gönguferð, kl. 12 handmennt, kl. 13 frjálst brids, kl. 13.30 bókband, kl. 14 leikfimi, kl. 15 kaffi, kl. 15.30 boccia. Jóla og kirkjuferð með lögreglunni er í dag farið frá Vitatorgi kl. 13.30.

Þorrasel, Þorragötu 3. Bridstvímenningur hjá bridsdeild FEB kl. 13.

FAAS. Félag áhugafólks og aðst. Alzheimerssjúklinga heldur aðventufund í Hlíðarbæ Flókagötu 53 í kvöld. Gestir verða sr. Jón H. Þórarinsson prestur, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Jón Stefánsson og Helgi Seljan.

Allir velkomnir.

Félag kennara á eftirlaunum. Leshópur kl. 14­16 og sönghópur kl. 16­18 í Kennarahúsinu við Laufásveg. Jólafundur laugardaginn 6. des.

Góðtemplarastúkurnar í Hafnarfirði. Spilakvöld í Gúttó kl. 20.30.

ITC-deildin Ísafold. "Grand Ladies" jólafundur í Kornhlöðunni (Lækjarbrekku) kl. 19.30. Gestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir.

Kór Átthagafélags Strandamanna. Aðventuhátíð í Bústaðakirkju sunnudaginn 7. des. kl. 16.30. Kór ásamt barnakór flytur jólalög stjórnandi Þóra V. Guðmundsdóttir. Þóra Gylfadóttir syngur einsöng, píanóleikari er Laufey Kristinsdóttir, Ingimundur Guðmundsson flytur hugvekju. Kaffi á eftir í safnaðarheimili kirkjunnar.

Kristniboðsfélag kvenna. Háaleitisbraut 58-60. Fundur kl. 17. Umsjón Katrín Guðlaugsdóttir.

Kvenfélagið Bylgjan. Jólafundur kl. 20.30 í Borgartúni 18.

Lífeyrisþegadeild SFR. Jólafundur 6. des. kl. 14. á Grettisgötu 89 4. hæð. Tilkynna þátttöku á skrifstofu SFR í s. 562 9644.

Parkinsonsamtökin. Hádegisverðarfundur 6. des. kl. 12 á Hótel Loftleiðum, Víkingasal. Gestir m.a. Pétur Pétursson þulur, Karl Guðmundsson leikari og ungir tónlistarmenn. Þáttt. tilk. í s. 553 6616 (Bryndís), 566 6830 (Jón) og 552 7417 (Áslaug).

Púttklúbbur Ness félags eldri borgara. Meistaramót fyrir árið 1997 kl. 13.30 í Golfheimum.

Safnaðarfélag Ásprestakalls. Kökubasar verður 7 des. í safnaðarheimili kirkjunnar við Vesturbrún kl. 15. Tekið á móti kökum á sama stað frá kl. 11.

Thorvaldsenfélagið. Jólafundur kl. 19.30 á Hallveigarstöðum.