"PARÍSARBÚÐIN var stofnuð 10. september 1925, af þeim bræðrum Runólfi og Þorbergi Kjartanssonum, og var hún fyrstu árin staðsett í Bankastræti, gömlu húsi sem nú er horfið. Verslunin var síðan flutt í Austurstræti 8, þegar blaðaafgreiðsla Morgunblaðsins flutti þaðan.
Parísarbúðin
flytur yfirgötuna
"PARÍSARBÚÐIN var stofnuð 10. september 1925, af þeim bræðrum Runólfi og Þorbergi Kjartanssonum, og var hún fyrstu árin staðsett í Bankastræti, gömlu húsi sem nú er horfið. Verslunin var síðan flutt í Austurstræti 8, þegar blaðaafgreiðsla Morgunblaðsins flutti þaðan.
Guðrún Guðmundsdóttir og Rakel Sveinbjörnsdóttir ráku Parísarbúðina frá 1967 í 23 ár, en 10. apríl 1991 keyptu Þóra Gunnarsdóttir og Sigurjón Ari Sigurjónsson verslunina, og hafa rekið hana síðan.
Parísarbúðin, sem sérhæfir sig í undirfatnaði og náttfatnaði, er með elstu sérverslunum á landinu, og jafnvel þótt víðar væri leitað, hefur verið í eigu þriggja eigenda frá upphafi, og lagt sérstaka áherslu á vandaða vöru og persónulega þjónustu allan þennan tíma, sett svip sinn á Austurstrætið og er enn einn af þessum örfáu föstu punktum í miðborg Reykjavíkur, síung en 70 ára," segir í fréttatilkynningu.
Í dag flytur verslunin um set, yfir götuna í Austurstræti 3, en gamla verslunin verður einnig opin fram yfir áramót.