MÁL og menning og Súfistinn halda níunda upplestrarkvöld haustsins í kvöld kl. 20.30, í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Fjórir rithöfundar kynna bækur sínar, þ.e. Pétur Gunnarsson, sem les úr skáldsögunni Heimkoma, Didda, sem les úr skáldsögunni Erta,
Fjórir rit-
höfundar
í Súfistanum
MÁL og menning og Súfistinn halda
níunda upplestrarkvöld haustsins í kvöld kl. 20.30, í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18.
Fjórir rithöfundar kynna bækur sínar, þ.e. Pétur Gunnarsson, sem les úr skáldsögunni Heimkoma, Didda, sem les úr skáldsögunni Erta, Baldvin Halldórsson les úr sjálfsævisögu Hjörleifs Sigurðssonar Listamannsþankar og Guðjón Arngrímsson les úr bók sinni Nýja Ísland. Saga vesturfaranna í máli og myndum.