"YNGSTU rithöfundarnir fyrir þessi jól, þær Bryndís og Auður Magndís, áttu hug og hjörtu 3. og 4. bekkja Engidalsskóla í Hafnarfirði í síðustu viku. Þar lásu þær upp úr bók sinni Orðabelgur Ormars Ofurmennis og má segja að gripið hafi um sig Ormarsæði í bekkjunum. Í framhaldi af heimsókninni keppast nú allir við að teikna og lita myndir með Ormari.
Ormarsæði í
Engidalsskóla
"YNGSTU rithöfundarnir fyrir
þessi jól, þær Bryndís og Auður Magndís, áttu hug og hjörtu 3. og 4. bekkja Engidalsskóla í Hafnarfirði í síðustu viku. Þar lásu þær upp úr bók sinni Orðabelgur Ormars Ofurmennis og má segja að gripið hafi um sig Ormarsæði í bekkjunum.
Í framhaldi af heimsókninni keppast nú allir við að teikna og lita myndir með Ormari. Stöllurnar, sem eru 15 ára, fara á milli skóla og lesa úr bókinni í bland við hljóðfæraslátt og leikræna tjáningu," segir í fréttatilkynningu frá Engidalsskóla.