Í MORGUNBLAÐINU 2. des. var haft eftir fjármálaráðherra að ríkisstjórnin hyggist flytja frumvarp um að tengja greiðslur úr almannatryggingakerfinu, s.s. ellilífeyri, aftur við launaþróun. Heilbrigðisráðherra kynnti sama dag þessa fyrirætlan. Hér skal hafa það sem sannara reynist. Frumvarp um sambærilega tengingu liggur þegar fyrir Alþingi, en það var borið fram af undirrituðum, Steingrími J.
Tenging
greiðslna almannatrygginga við launÞað væri meiri manndómur að ríkisstjórnin viðurkenndi uppgjöf sína af hreinskilni, segir Ágúst Einarsson , og samþykkti meginatriði frumvarps okkar stjórnarandstæðinga. Í MORGUNBLAÐINU 2. des. var haft eftir fjármálaráðherra að ríkisstjórnin hyggist flytja frumvarp um að tengja greiðslur úr almannatryggingakerfinu, s.s. ellilífeyri, aftur við launaþróun. Heilbrigðisráðherra kynnti sama dag þessa fyrirætlan. Hér skal hafa það sem sannara reynist.
Frumvarp um sambærilega tengingu liggur þegar fyrir Alþingi, en það var borið fram af undirrituðum, Steingrími J. Sigfússyni, Jóni Baldvini Hannibalssyni og Kristínu Ástgeirsdóttur. Aftenging greiðslna almannatrygginga við laun árið 1995 af hálfu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar var ein svívirðilegasta atlaga að eldra fólki síðustu áratugi.
Stjórnarþingmenn og allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar felldu í fyrra í nafnakalli í tvígang tillögur okkar stjórnarandstæðinga að leiðrétta málið. Eldri borgarar hafa barist hatrammlega fyrir því að þessi tenging yrði tekin upp aftur í einu eða öðru formi. Nú er ríkisstjórnin að láta undan þrýstingi eldri borgara, stjórnarandstöðunnar og verkalýðshreyfingarinnar.
Það væri meiri manndómur að ríkisstjórnin viðurkenndi uppgjöf sína af hreinskilni og samþykkti meginatriði frumvarps okkar stjórnarandstæðinga heldur en að reyna að blekkja almenning og slá sig til riddara í þessu máli.
Höfundur er alþingismaður í þingflokki jafnaðarmanna.
Ágúst Einarsson