Tíðarfar hagstætt bændum
Laxamýri - Jörð er enn ófrosin
og þykir tíðindum sæta að enn skuli vera hægt að vinna jarðvinnu, en Sigurður Þórarinsson, bóndi í Skarðaborg, notaði tímann og var að undirbúa flagið fyrir vorsáningu er fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði fyrir helgina.
Tíðarfar hefur verið mjög hagstætt til útiverka undanfarið og hafa margir bændur getað lokið framkvæmdum sem e.t.v. var ekki gert ráð fyrir að hægt væri að klára.
Á sama tíma í fyrra voru óvanalega mikil frost í Þingeyjarsýslum miðað við árstíma svo tíðarfarið nú hefur verið kærkomin uppbót á sumarið.