STÚLKUR úr Félagsmiðstöðinni Sigyn í Rimaskóla sýndu dans við vígslu félagsmiðstöðvarinnar sl. þriðjudag, gestum og starfsfólki til mikillar ánægju. Í Sigyn er rekið félagsstarf fyrir unglinga einkum í Rima- og Engjahverfi. Í frétt frá Íþrótta- og tómstundaráði kemur fram að starfið skiptist í meginatriðum í tvennt, þ.e.
Ný félagsmiðstöð fyrir unglinga

STÚLKUR úr Félagsmiðstöðinni Sigyn í Rimaskóla sýndu dans við vígslu félagsmiðstöðvarinnar sl. þriðjudag, gestum og starfsfólki til mikillar ánægju. Í Sigyn er rekið félagsstarf fyrir unglinga einkum í Rima- og Engjahverfi. Í frétt frá Íþrótta- og tómstundaráði kemur fram að starfið skiptist í meginatriðum í tvennt, þ.e. opið starf sem allir unglingar geta tekið þátt í og klúbbstarf þar sem unnið er í afmörkuðum hópum. Mikil áhersla er lögð á að unglingarnir skipuleggi sjálfir félagsstarfið.



Morgunblaðið/Ásdís