BANKERS TRUST bankinn í Bandaríkjunum er talinn ógna starfsemi evrópskra fjárfestingarbanka, þar sem hann hefur keypt evrópska hlutabréfadeild National Westminster bankans í Bretlandi. Bandaríski bankinn greiddi 129 milljónir punda fyrir NatWest Markets, sem hefur 900 starfsmenn, og segir að kaupin muni auka arð á hlutabréf frá 1998.
Bankers Trust keypti deild NatWest
London. Reuters.
BANKERS TRUST bankinn í Bandaríkjunum er talinn ógna starfsemi evrópskra fjárfestingarbanka, þar sem hann hefur keypt evrópska hlutabréfadeild National Westminster bankans í Bretlandi.
Bandaríski bankinn greiddi 129 milljónir punda fyrir NatWest Markets, sem hefur 900 starfsmenn, og segir að kaupin muni auka arð á hlutabréf frá 1998.
Frank Newman, aðalframkvæmdastjóri Bankers Trust, sagði að kaupin mundu auka hlutabréfaumsvif bankans í heiminum.
Kaupin voru hespuð af. Lögð er áherzla á þýðingu hlutabréfarannsókna og dreifingarleyfa brezka fjárfestingarbankans fyrir Bankers Trust, sem ætli sér að verða alþjóðlegur fjárfestingarbanki.