PÓLSKIR landamæraverðir í leit að smyglvarningi á borð við sígarettur eða áfengi, rákust á mánudag á fiðlu, sem flest bendir til að ítalski fiðlusmiðurinn Stradivarius hafi smíðað. Yfirmaður landamæravarðanna segir að áletranir og smáatriði í smíði fiðlunnar bendi til þess að hún sé eftir Stradivarius eða þá einstaklega vel gerð eftirmynd.
Stradivariusar-fiðlu
smyglaðVarsjá. Reuters.
PÓLSKIR landamæraverðir í leit að smyglvarningi á borð við sígarettur eða áfengi, rákust á mánudag á fiðlu, sem flest bendir til að ítalski fiðlusmiðurinn Stradivarius hafi smíðað.
Yfirmaður landamæravarðanna segir að áletranir og smáatriði í smíði fiðlunnar bendi til þess að hún sé eftir Stradivarius eða þá einstaklega vel gerð eftirmynd. Er talið að fiðlan hafi verið smíðuð á ofanverðri átjándu öld en sérfræðingur hefur fengið gripinn í hendur til að ganga úr skugga um uppruna hennar.
Fiðlan hafði verið falin í járnbrautarvagni í lestinni frá bænum Pila í Póllandi til Berlínar.