FORD bifreiðafyrirtækið hefur sýnt fyrsta Transit-bíl sinn, sem það hefur framleitt í Kína, og ráðamenn þess segjast vona að þetta sé upphafið að því að Ford hasli sér völl á kínverskum fólksbílamarkaði. Stjórnarformaður kínversks samstarfsfélags Fords, Jiangling Motors, ók fyrsta bílnum út úr bílaverksmiðju í Austur-Kína.
Fyrsti Ford bíllinn smíðaður í Kína
Nanchang, Kína. Reuters.
FORD bifreiðafyrirtækið hefur sýnt fyrsta Transit-bíl sinn, sem það hefur framleitt í Kína, og ráðamenn þess segjast vona að þetta sé upphafið að því að Ford hasli sér völl á kínverskum fólksbílamarkaði.
Stjórnarformaður kínversks samstarfsfélags Fords, Jiangling Motors, ók fyrsta bílnum út úr bílaverksmiðju í Austur-Kína.
Við trúum því að Kína verði með tímanum stærsti bilamarkaður heims," sagði Alex Trotman, forstjóri Fords. Fyrirtæki okkar verður að búa sig undir þann dag."