Á morgun, föstudag, verður aftur hægt að kaupa mjólk í Barónsfjósinu sem baróninn Boilleau byggði fyrir aldamót yfir kýrnar sínar því þá verður 10­11 verslun opnuð í húsnæðinu sem er á Barónsstíg 4. Um er að ræða hefðbundna 10­11 verslun sem er í 550 fermetra húsnæði. Næg bílastæði eru við húsið fyrir viðskiptavini verslunarinnar.
Nýtt

10­11 verslun við Barónsstíg

Á morgun, föstudag, verður aftur hægt að kaupa mjólk í Barónsfjósinu sem baróninn Boilleau byggði fyrir aldamót yfir kýrnar sínar því þá verður 10­11 verslun opnuð í húsnæðinu sem er á Barónsstíg 4.

Um er að ræða hefðbundna 10­11 verslun sem er í 550 fermetra húsnæði. Næg bílastæði eru við húsið fyrir viðskiptavini verslunarinnar.

Að sögn Eiríks Sigurðssonar, eiganda verslunarinnar, verður viðskiptavinum boðið upp á kaffi og vínarbrauð í tilefni opnunarinnar og börnin fá sælgæti og ís. Ýmis tilboð verða einnig á vörum verslunarinnar.

Morgunblaðið/Jón Svavarsson