Borgarafundur um hita-
veitu í Stykkishólmi
Stykkishólmi - Bæjarstjórn
Stykkishólms boðaði 27. nóvember til kynningarfundar um hitaveitu í Stykkishólmi. Frá því að mikið magn af heitu vatni fannst í landi Hofsstaða í Helgfellssveit hefur efnainnihald vatnsins verið kannað og hagkvæmni á að nýta það til upphitunar. Rannsónum á efnainnihaldi vatnsins lauk í ágúst. Þar kom fram að nokkur efni eru í vatninu sem hafa þau áhrif að ekki er hægt að nota það beint til upphitunar né neyslu. Þessi efni hafa góð áhrif á meinsendir í húð.
Boðin var út hönnun á hitaveitu fyrir sveitarfélagið. Fjögur tilboð bárust og var samið við Verkfræðistofu Sig. Thoroddsen, en stofan bauð 1.200.000 kr. í frumhönnun og í fullnaðarhönnun 2,3% af áætluðum kostnaði. Frumhönnun á að vera lokið 15. des nk. og þá um liggja ljóst fyrir hver kostnaður verður við að leggja hitaveitu í Stykkishólm og með þær upplýsingar er hægt að gera samburð á orkuverði frá hitaveitu og orkuverði sem íbúar búa nú við.
Í máli Rúnars Gíslasonar og Erlings Garðars Jónassonar sem eru í verkefnisstjórn um hitaveitu kom fram að þeir eru mjög bjartsýnir á að væntanleg hitaveita verði hagkvæm fyrir Hólmara. Þeir gerðu grein fyrir stöðu undirbúnings verkefnisins. Megintilgangur með því að fara út í hitaveitu er að lækka orkukostnað heimilanna og fyrirtækja. Unnið hefur verið að málinu hægt en markvisst í þeim tilgangi að vanda allan undirbúnig svo að sem bestar upplýsingar liggi fyrir þegar ákvörðun verður tekin um hitaveitu. Sigurður Pálsson frá Egilsstöðum kynnti fyrir bæjarbúum hugmyndir að rekstrarformi hitaveitu. Um er að ræða m.a. bæjarveitu eða hlutfélagsform þar sem notendur væru hluthafar og á þann hátt væri best hægt að tryggja lágt orkuverð í framtíðinni. Þannig hitaveita er rekin á Kópaskeri.
Bæjarbúar mættu vel á fundinn enda er hér um mikið hagsmunamál að ræða ef vel tekst til og mun styrkja búsetu hér í bæ.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason HÓLMARAR fjölmenntu á kynningarfund um hitaveitu í Stykkishólmi og sýndu mikinn áhuga á að stofna hitaveitu.