NEKTARATRIÐI var látið fjúka á klippiborðinu úr nýjasta tónlistarmyndbandi sir Pauls McCartneys til að koma í veg fyrir að það yrði bannað í bresku sjónvarpi. McCartney tók upp lagið sem nefnist "Beautiful Night" með Ringo Starr og Spud, breskri rokksveit sem skipuð er 16 ára ungmennum.

Engin nekt í mynd-

bandi McCartneys

NEKTARATRIÐI var látið fjúka á klippiborðinu úr nýjasta tónlistarmyndbandi sir Pauls McCartneys til að koma í veg fyrir að það yrði bannað í bresku sjónvarpi.

McCartney tók upp lagið sem nefnist "Beautiful Night" með Ringo Starr og Spud, breskri rokksveit sem skipuð er 16 ára ungmennum. Leikstjóri myndbandsins, Julien Temple, kvikmyndaði leikkonuna Emmu Moore þar sem hún svipti sig klæðum og synti nakin í lokaatriðinu.

"Hins vegar verður önnur djörf og óklippt útgáfa af Beautiful Night fáanleg um allan heim fyrir sjónvarpsstöðvar sem eru ekki bundnar af ritskoðun," sagði talsmaður Bítlanna fyrrverandi.

PAUL McCartney og Ringo Starr eru enn að þótt eitthvað hafi bæst við gráu hárin frá því þessi mynd var tekin.